Fréttir

Nýr slökkviliðsbíll til sýnis hjá Brunavörnum Skagafjarðar í Varmahlíð

Opið hús verður hjá Brunavörnum Skagafjarðar í Varmahlíð, föstudaginn 31. október frá kl. 14:00-15:30. Nýr slökkviliðsbíll verður til sýnis fyrir gesti og gangandi og einnig verður starfsemi og búnaður slökkviliðsins kynntur. 
Meira

Jón Gísli leikmaður ársins hjá ÍA

Lokahóf Knattspyrnufélags ÍA fór fram um liðna helgi en keppni í Bestu deild karla lauk einmitt um helgina. Að sjálfsögðu höfðu Skagamenn vit á að velja Skagfirðing sem besta leikmann tímabilsins en sá heiður kom í hlut Jóns Gísla Eyland Gíslasonar.
Meira

Síkið í kvöld

Leikdagur í kvöld miðvikudaginn 29. október þegar Vesturbærinn heimsækir Sauðárkrók. Kvennalið Tindastóls mætir KR klukkan 19:15 og að sjálfsögðu verða hamborgarar á grillinu frá 18:30.
Meira

Alls bárust 100 umsóknir í Uppbyggingarsjóð

Alls bárust 100 umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2026 þegar umsóknarfrestur rann út eftir að fara verið framlengdur til 28. október kl. 12:00.
Meira

Samþykkt að koma fyrir færanlegum götuþrengingum á Króknum

Á fundi landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar sem fram fór sl. föstudag voru teknar ákvarðanir varðandi hraðaakstur í íbúðahverfum á Sauðárkróki. Á fundi nefndarinnar í júlí var bókað að grípa þyrfti til aðgerða og var starfsmönnum veitu- og framkvæmdasviðs falið að leggja fram tillögur um úrbætur. Þær tillögur voru lagðar fyrir fundinn sl. föstudag og samþykkti nefndin samhljóða tillögur að uppsetningu færanlegra götuþrenginga á Hólavegi, Hólmagrund og Sæmundargötu.
Meira

Allir vegir færir á Norðurlandi vestra

Allir vegir á Norðurlandi vestra voru færir nú í morgun en víða er snjóþekja á vegum og éljagangur eða skafrenningur. Hálka er á Holtavörðuheiði, Sauðárkróksbraut og á Öxnadalsheiði en annars hálkublettir eða snjóþekja á vegum. Spáð er norðanátt og lítils háttar snjókomu á svæðinu í dag.
Meira

Óskar Smári segir skilið við lið Fram

Skagfirðingurinn Óskar Smári Haraldsson frá Brautarholti ku vera hættur sem þjálfari kvennaliðs Fram í Bestu deildinni en þetta staðfestir kappinn í samtali við Fótbolta.net og í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni í nótt. Ýjað er að því að Óskar Smári taki við þjálfun kvennaliðs Stjörnunnar en þar er laus þjálfarastaða.
Meira

Vinnustofa í nýsköpun og gervigreind á Blönduósi

Textílmiðstöð Íslands, í samstarfi við KPMG og Iceland Innovation Week standa fyrir vinnustofu í nýsköpun og gervigreind í Kvennaskólanum á Blönduósi 31. október klukkan 8:30-12:30. Á vinnustofunni fá þátttakendur að kynnast raunverulegum leiðum til að nýta gervigreind í daglegu starfi ásamt því hvernig styrkja má og þróa viðskiptaumhverfi með markvissri sölu og markaðssetningu.
Meira

Mikill árangur á alþjóðavettvangi

Nóg hefur verið um að vera í júdóinu upp á síðkastið. Þann 18. október 2025 fór fyrsta alþjóðlega JRB mótið fram í Njarðvík.
Meira

Spáð snjókomu og svo rigningu

Það snjóar á höfuðborgarsvæðinu og þar er vetrarfærð með tilheyrandi umferðarteppum. Ástandið er töluvert skárra hér fyrir norðan og sennilega ekki laust við að einhverjir glotti yfir ástandinu fyrir sunnan þó það sé nú ekki fallegt. Flestir höfuðvegir á Norðurlandi vestra eru snjóléttir en varað er við hálku eða hálkublettum.
Meira